föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kjarnholt 1 valið hrossaræktarbú Biskupstungna

11. febrúar 2015 kl. 14:00

Sigurlína Kristinsdóttir afhendir Magnúsi og Guðnýju í Kjarnholtunm I verðlaun fyrir Ræktunarbú ársins 2014.

Helgi Eggertsson hélt erindi á uppskeruhátíð hrossaræktarfélags Biskupstungna.

Hrossaræktarfélag Biskupstungna hélt sína árlegu uppskeruhátíð og sviðaveislu þann 5. febrúar síðastliðinn.

"Gestur kvöldsins var Helgi Eggertsson hrossaræktandi á Kjarri sem hélt áhugavert erindi um ræktun þeirra hjóna og fór síðan yfir víðan völl í fróðlegu og skemmtilegu spjalli," segir í tilkynningu.

Veitt voru verðlaun sem hér segir:

 Hæst dæmdu hryssur ársins 2014

  • 1. Kolbrá frá Kjarnholtum 1, aðaleink: 8,46 - Ræktandi Magnús Einarsson Kjarnholtum 1
  • 2. Síbil frá Torfastöðum, aðaleink: 8,34 - Ræktandi Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum 
  • 3. Oddfríður frá Torfastöðum, aðaleink: 8,12 - Ræktandi Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum 

Hæst dæmdu stóðhestar ársins 2014

  • 1. Kolskeggur frá Kjarnholtum 1, aðaleink: 8,69 - Ræktandi Magnús Einarsson Kjarnholtum 1
  • 2. Svali frá Tjörn, aðaleink: 8,42 - Ræktandi Guðjón Gunnarsson Tjörn
  • 3. Krummi frá Dalsholti, aðaleink: 8,04 - Ræktandi Sigurður Jensson Dalsholti

Afreksverðlaun Hrossaræktarfélags Biskupstungna fékk Magnús Einarsson fyrir Kolskegg frá Kjarnholtum 1, efsta hest í flokki 6 vetra stóðhesta á LM 2014

Hrossaræktunarbú ársins 2014 var valið  Kjarnholt 1.