þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kinnskær í keppni

9. apríl 2014 kl. 16:44

Þessi ungi foli, Snjár frá Torfastöðum, kemur fyrir í kynbótadóm í vor. Snjár er á fimmta vetri undan Huginn frá Haga og Snjálaugu frá Torfastöðum.

Siggi Matt og Edda Rún undirbúa viðburðarríkt sumar.

Tamningamaðurinn Sigurður Matthíasson er með atorkusamari sýndendum kynbótahrossa. Þau Edda Rún Ragnarsdóttir eru í óðaönn að þjálfa vænar vonarstjörnur og hátt dæmda snillinga fyrir kynbóta- og keppnisbrautina.

"Við erum með á fjórða tug álitlegra hrossa á húsi og nær öllum er stefnt í kynbótadóm eða keppni. Þessa dagana erum við að taka út hross, skoða og leggja mat á þau. Þetta eru alltaf skemmtilegir tímar," segir Sigurður fullur tilhlökkunar.

Margir hlakka eflaust til að sjá gæðinginn Andra frá Vatnsleysu á brautinni í sumar. Sigurður segir Andra í góðu formi og þeir stefni á þátttöku B-flokks og töltkeppnum.

Þá keyptu hjónin nýlega helmingshlut í stóðhestinum Kinnskæ frá Selfossi. Kinnskær er fyrstu verðlauna Álfasteinssonur, sem fékk m.a. 9.5 fyrir skeið í kynbótadómi. Að sögn Sigurðar mun Edda Rún tefla honum fram sem keppnishesti í sumar.

 

Kinnskær og Edda Rún

 

Kinnskær og Edda Rún