laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kiljan á Stóðhestaveislu

17. apríl 2015 kl. 09:24

Kiljan frá Steinnesi, knapi Hans Þór Hilmarsson hafa nú tryggt sér farmiða á LM2014

Hæfileikahestur með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Kiljan frá Steinnesi kemur fram á Stóðhestaveislu Norðurlands sem fram fer á laugardaginn.

"Kiljan átti meistarasýningu á Landsmóti á Vindheimamelum undir stjórn Þorvalds Árna sem reið hestinum í 8,78 í aðaleinkunn, 8,35 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 9,07 fyrir hæfileika. Kiljan er með 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og feguð í reið. 9 fyrir tölt, brokk og hægt tölt og 8,5 fyrir stökk.  Hann er með 9 fyrir bak, lend og hólfa og 8,5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi," segir í tillkynningu.

Á landsmótinu á Hellu 2014 hlaut Kiljan heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og segir í dómsorði:

"Kiljan gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Afkvæmin hafa fremur góða frambyggingu. Mörg þeirra hafa úrvals bak og lend; bakið er breitt og vöðvafyllt og lendin löng og öflug. Samræmi er yfirleitt gott og afkvæmin eru jafnan hlutfallarétt og fótahá. Fætur eru grannir og sinaskil lítil. Réttleiki er góður og hófar þokkalegir. Afkvæmin eru óprúð. Kiljan gefur alhliðageng og skrefmikil hross en stundum vantar skrokkmýkt. Töltið er takthreint og lyftingargott og brokkið skrefmikið. Stökkið er hátt og viljinn drjúgur. Afkvæmin fara að jafnaði vel með góðri fótlyftu. Kiljan gefur prýðilega gerð hross með öfluga yfirlínu og góða alhliða reiðhestskosti. Kiljan hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.