mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppt í tölti, opnum flokki og skeiði

23. janúar 2014 kl. 12:00

Hestamannafélagið Hringur

Hestamannafélagið Hringur heldur Ísmót

Laugardaginn 1. febrúar blæs Hestamannafélagið Hringur til Ísmóts á Hrísatjörn. Keppt verður í tölti, opnum flokki og 100m skeiði. Skráning skal fara fram í gegnum skráningarformið undir tenglinum "Skráning í mót" vinstra megin á heimasíðu Hring fyrir kl. 20 fimmtudaginn 30. janúar. Skráningargjald er 2000 kr. á fyrstu skráningu og 1500 kr. á skráningu eftir það.

Skráningargjald þarf að leggja inná reikning hestamannafélagsins kt. 540890-1029, reikn: 1177-26-175 tilvísun ísmót kvittun sendist á hringurdalvik@hringurdalvik.net

Skráning telst ógild þar til greiðsla hefur borist.

Mótið hefst kl 11:00 og skulu knapar vera mættir 10:30

Upplýsingar um mótið veitir Þórir Áskelsson í síma 699-2099 eða á netfangið sjukra@internet.is.