þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppt í tölti og skeiði í Faxaborg

6. mars 2015 kl. 09:55

Efstu knapar í opna flokknum í tölti í KB mótaröðinni 2014

Annað mót KB mótaraðar fer fram á laugardag.

Annað mótið í KB mótaröðinni verður haldið laugardaginn 14. mars n.k. í Faxaborg og hefst kl. 10.

Keppt verður í eftirfarandi greinum og flokkum:

  • Tölt T3 – Opinn flokkur – 1. flokkur – ungmennaflokkur – unglingaflokkur.
  • Tölt T7 – 2. flokkur – barnaflokkur.
  • Skeið í gegn um Faxaborg – opið fyrir þá sem vilja.

Röð flokka: Unglingaflokkur – barnaflokkur – unglingaflokkur – 2. flokkur – 1. flokkur – opinn flokkur.

Úrslit eru svo riðin í sömu röð að lokinni forkeppni. Skeiðið er svo á eftir öllum úrslitum, tveir sprettir.

Skráningar fara fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs og er Skuggi mótshaldari. Upplýsingar um bankanúmer og netfang koma fram í skráningarferlinu. Þeir sem skrá í skeið velja 100 m. skeið.

Skráningargjöld eru: Barna- og unglingaflokkur og skeið kr. 1.000.- en 2.500.- í öðrum flokkum.

Ef einhverjir geta ekki notað sér Sportfeng á má senda upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is og þá má leggja inn á reikn nr. 0326-13-4810 kt: Kt: 481079-0399.

Þeim sem hafa átt í vandræðum með skráningar á fyrri mót er bent á að draga það ekki til síðustu stundar að skrá sig en opið er fyrir skráningar fram til miðnættis miðvikudaginn 11. mars. Til upplýsingar er rétt að ítreka að keppendur verða að vera skráðir í íslenskt hestamannafélag svo skráning takist.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótanefnd Faxa og Skugga.