mánudagur, 22. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppt í slaktaumatölti og skeiði í Fákaseli

18. mars 2015 kl. 13:06

Síðasta keppni Meistaramóts Fákasels og Ljúfs fer fram á sunnudag.

Meistaramót Fákasels og Ljúfs verður haldið í Fákaseli næstkomandi sunnudag, 22. mars kl. 14. Opið er fyrir skráningu á þessa síðustu keppni mótaraðarinnar en að þessu sinni verður keppt í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum:

"Það er allt opið í stigakeppninni en þar eru glæsileg verðlaun í boði, eða málverk eftir þær Sigurlínu Kristinsdóttur fyrir opna flokkinn og eftir Ástey Art fyrir efsta unglinginn;

Skráning í T2 fer fram í gegnum Sportfeng en fólk er vinsamlegast beðið um að skrá í skeiðið í gegnum netfangið elka@simnet.is.  Skráning stendur yfir til hádegis á laugardaginn, 21. mars.

Lágmarksfjöldi í opna flokkinn í skeiði eru 10 skráningar, ef ekki berast 10 skráningar fellur þessi grein niður að þessu sinni.  Greiðsla í skeiðið fer fram á staðnum.

Þeir sem ætla að taka þátt í Úrtöku fyrir Allra sterkustu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband, ef margir hyggjast taka þátt á báðum stöðum verður reynt eftir fremstu getu að hliðra til.

Keppt verður í tveimur flokkum, opnum flokki og yngri flokki (barna- og unglingaflokkur / 16 ára og yngri).

Tveir eru inná vellinum í einu og þrír dómarar dæma.


Sigurlína Kristinsdóttur og Astey Art gefa glæsileg málverk sem verða gefin í lok mótaraðarinnar og verða til sýnis í Fákaseli meðan mótin standa yfir.

Skráningagjald er 4.000 krónur í opinn flokk og 2.500 krónur í yngri flokk (16 ára og yngri)
Keppt er í fimm keppnisgreinum; fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2 og skeiði. Mótin verða fjögur talsins á tveggja vikna millibili (8. febrúar, 22. febrúar, 8. mars og 22. mars)

Skráning fer fram inná Sportfeng og þurfa greiðslur vegna skráningar að berast fyrir hádegi (kl. 12) á laugardaginn 22. mars eigi skráning að vera gild. Mikilvægt að senda kvittun á elka@simnet.is þegar greitt er.
Eins og áður segir hefst mótið kl. 14.00 á sunnudeginum og því kjörið fyrir fjölskylduna að koma saman og eiga góðan dag í Fákaseli.

Mótið er jafnframt vetrarmót Ljúfs og verða efstu félagsmenn Ljúfs verðlaunaðir sérstaklega á hverju móti í Opnum flokki og Yngri flokki, auk þess verða samanlagðir sigurvegar Ljúfs verðlaunaðir í lok mótaraðarinnar í Barna, unglinga, ungmenna- og Opnum flokki eins og venja er.

Skráning er hafin inná Sportfeng (smella hér)
Mótið er á vegum Hestamannafélagsins Ljúfs
Komi upp vandræði vegna skráningar er hægt að senda tölvupóst á elka@simnet.is eða hringja í síma 863-8813.

Stigakeppni Meistaramóts:

Janus Halldór Eiríksson 20 
Eyrún Ýr Pálsdóttir 18 
Reynir Örn Pálmason 14 
Ævar Örn Guðjónsson 12 
Þórdís Erla Gunnarsdóttir 12 
Friðrik Þórarinsson 12 
Fanney Guðrún Valsdóttir 11 
Arnar Bjarki Sigurðarson 8 
Elin Holst 8 
Matthías Leó Matthíasson 8 
Ásmundur Ernir Snorrason 7 
Atli Freyr Maríönnuson 7 
Edda Rún Ragnarsdóttir 7 
Bjarni Sveinsson 6 
Hallgrímur Birkisson 5 
Helgi Þór Guðjónsson 4 
Sigurður Sigurðarson 4 
Sigursteinn Sumarliðason 4 
Sólon Morthens 4 

Stigakeppni í unglingaflokk:

Annabella R Sigurðardóttir 24
Katrín Eva Grétarsdóttir 23
Védís Huld Sigurðardóttir 18
Glódís Rún Sigurðardóttir 16
Kristófer Darri Sigurðsson 15
Stefanía Hrönn Stefánsdóttir 7
Aníta Rós Róbertsdóttir 4
Rósa Kristín Jóhannesdóttir 2
Vilborg Hrund Jónsdóttir 1
Mathilde Damgaard Jansdorf 1"