þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppnisnámskeið

4. janúar 2014 kl. 16:00

Arnar frá Blesastöðum 2A og Arnar Bjarki Sigurðsson á HM Berlín 2013

Arnar Bjarki með keppnisnámskeið á Akureyri

Hestamannafélagið Léttir ætlar að halda keppnisnámskeið með Arnari Bjarka í vetur. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja undirbúa keppnishest sinn vel fyrir komandi keppnistímabil.

Kenndar verða 2 helgar í mánuði fram að páskum og kostar námskeiðið 48,000 kr. en Léttir greiðir 10,000 kr. af námskeiðinu fyrir börn, unglinga og ungmenni. (hægt er að skipta greiðslunum)

Kennt verður á eftirtöldum dögum.

11-12 janúar
25-26 janúar
8-9 febrúar
22-23 febrúar (seinni partinn)
8-9 mars
22-23 mars (seinni partinn)
12-13 apríl
26-27 apríl

2 knapar eru saman í hverjum tíma og mun Arnar Bjarki raða knöpunum í hópa.

Framhaldsnámskeið verður haldið eftir páska en það á eftir að ákveða kennsludaga og fyrirkomulag á því. Arnar Bjarki ætlar að fylgja landsmótförum Léttis alla leið. Arnar mun þjálfa og aðstoða Léttisknapana á mótssvæðinu fyrir mótið.

Skráning er á lettir@lettir.is og koma þarf fram nafn og kennitala knapa ásamt netfangi og kennitölu greiðanda námskeiðsins. Skráningu líkur fimmtudaginn 9. Janúar.

Birt með fyrirvara um breytingar.