fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppnishestabú ársins

2. nóvember 2019 kl. 20:57

Olil Amble og Álfarinn

Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir eru keppnishestabú ársins

 

Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir: Keppnishestar frá Syrði-Gegnishólum/Ketisstöðum náðu eftirtektarverðum árangri á árinu. Álfarinn varð Íslands- og Reykjavíkurmeistari á árinu auk þess að keppa fyrir Íslandshönd á heimsmeistaramótinu í Berlín þar sem Olil Amble reið honum til A-úrslita. Frami og Elin Holst voru framarlega í keppni og var hann til að mynda í úrslitum á þremur sterkustu íþróttamótum ársins ýmist í tölti eða fjórgangi. Sprengja keppti fyrir hönd Þýskalands á HM ásamt knapa sínum og var í a-úrslitum í tölti ungmenna og b-úrslitum í fjórgangi ungmenna. Hlébarði keppti fyrir hönd Sviss á HM í Berlín. Þá náðu þeir Álfgrímur, Glampi og Goði góðum árangri bæði í íþrótta og gæðingakeppni. Þessu til viðbótar má nefna Sædísi sem keppti í skeiði. Ræktendur eru þau Bergur Jónsson og Olil Amble

Aðrir tilnefndir

Litla-Brekka

Kirkjubær

Minni-Reykir

Þóroddsstaðir