mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppnisgreinar FIPO

12. september 2012 kl. 09:40

Keppnisgreinar FIPO

Gerðar voru breytingar á keppnisgreinum FIPO í ár og hafa áhorfendur jafnt sem keppendur átt erfitt með að átta sig hvað er hvað og vildum við því taka saman stutta lýsingu á hverri grein fyrir sig. 

Keppnisgreinar FIPO:
T1- Tölt Hestur í þessari grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama mótinu. Í forkeppni er einn inn á í einum. Riðið er hægt tölt síðan snúið við, þá hraðabreytingar á tölti og í lokin greitt tölt. Í úrslitum er riðið eftir þul og sýnt hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt upp á báðar hendur. 
 
T3 – Tölt Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Þá eru tveir eða fleiri knapar inn á í einu. Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni og raðað í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum og í báðum tilvikum er riðið hægt tölt síðan snúið við og riðnar hraðabreytingar á tölti og í lokin greitt tölt. Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað en efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
 
T5 – Tölt Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Hér eru tveir eða fleiri knapar inn á í einu og mest geta þeir orðið fimm. Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni og raðað er í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum. Í forkeppni er riðið hægt tölt og síðan snúið við og riðið hraðabreytingar og eins er það í úrslitunum. Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað en efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
 
T7 – Tölt  Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Hér eru tveir eða fleiri knapar inn á í einu og mest geta þeir orðið fimm. Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni og raðað er í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum. Í forkeppni er riðið hægt tölt svo snúið við þá frjáls ferð á tölti og eins er það í úrslitunum. Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað en  efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
 
T8 – Tölt Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Hér eru tveir eða fleiri knapar inn á í einu og mest geta þeir orðið fimm. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum. Í forkeppni er riðin frjáls ferð á tölti og síðan snúið við og riðin frjáls ferð á tölti upp á hina höndina. Eins er það í úrslitunum en þau hefjast upp á vinstri hönd.
 
T2 – Slaktaumatölt Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum. Einn er inn á vellinum í einu og má knapinn velja upp á hvora hönd hann hefur keppni. Í forkeppni er sýndur einn hringur á frjálsum hraða á tölti, síðan hægt tölt einn hring og þá snúið við og sýnt tölt við slakan taum. Í úrslitum er sýndur frjáls hraði á tölti, hægt tölt og svo snúið við og sýnt tölt við slakan taum. Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar kjósa annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.
 
T4 – Slaktaumatölt  Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Hér eru tveir til þrír knapar inn á í einu. Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni og raðað er í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum. Sýnt er frjáls hraði á tölti þá hægt tölt og svo snúið við og sýnt tölt við slakan taum. Úrslitin eru riðin eins og hefjast þau upp á vinstri hönd nema knapar kjósa annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.
 
T6 – Slaktaumatölt  Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti. Hér eru tveir eða fleiri knapar inn á í einu og mest geta þeir orðið fimm. Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni og raðað er í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum. Í forkeppni er riðið hægt til milliferðar tölt þá hægt niður og snúið við og sýnt tölt við slakan taum. Eins er gert í úrslitum en þau hefjast upp á vinstri hönd nema knapar kjósi annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.
 
V1 – Fjórgangur Einn knapi inn á vellinum í einu og stýra sjálfir prógrammi. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður. Í forkeppni skal sýna hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt og mega knapar sýna atriðin í hvaða röð sem er. Í úrslitum er riðið eftir þul og er þá sýnt hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt í þessari röð. Riðið er upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
V2 – Fjórgangur Tveir eða fleiri knapar eru inn á vellinum í einu. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og raðað er í holl eftir því. Forkeppni og úrslitum er stýrt af þul og er sýnt hægt tölt, brokk, fet, stökk og greitt tölt, í þessari röð. Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
V3 – Fjórgangur Tveir eða fleiri knapar eru inn á vellinum í einu. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og raðað er í holl eftir því. Forkeppni og úrslitum er stýrt af þul og er sýnt hægt til milliferðar tölt, brokk, fet, stökk og milliferðar til greitt tölt, í þessari röð.  Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
V4 – Fjórgangur Tveir eða fleiri knapar eru inn á vellinum í einu. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum. Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og raðað er í holl eftir því. Forkeppni og úrslitum er stýrt af þul og er sýnt fet, frjáls ferð á tölti, gangskipting fet - tölt - fet en einn og einn knapi ríður í einu. Síðan er snúið við og sýnt brokk, gangskiptingu fet - brokk/tölt - stökk - fet, einn og einn knapi ríður í einu. Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
V5 – Fjórgangur Einn til fimm knapar í einu. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti. Knapi má velja upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því. Forkeppni og úrslitum er stýrt af þul en sýnt er frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk. Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
V6 – Fjórgangur Einn til fimm knapar í einu. Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti. Knapi má velja upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því. Forkeppni og úrslitum er stýrt af þul en sýnt er frjáls ferð á tölti, fet, stökk (einn og einn knapi ríður í einu, fet/brokk/tölt yfir á stökk og svo hægt alveg niður á fet.) Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 
F1 – Fimmgangur Einn knapi keppir í einu og má hann raða í hvaða röð hann sýnir atriðin. Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti. Í forkeppni er riðið tölt, brokk, fet, stökk, skeið. Í úrslitum er knöpum stýrt af þul og riðið er tölt, brokk, fet, stökk og skeið, í þessari röð. Í úrslitum er riðni 3 sprettir af skeiði. Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt. Knapar koma sér einnig saman um hvaða langhlið sýna skal skeiðið og hefur efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.
 
F2 – Fimmgangur Tveir eða fleiri knapar keppa í einu. Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti. Knapi velur upp á hvora hend hann ríður og raðað er í holl eftir því. Þulur stýrir forkeppni og úrslitum og er sýnt tölt, brokk, fet, stökk og skeið (einn og einn knapi í einu, sýna má 3 spretti annars 2 í forkeppninni en í úrslitum eru riðnir 3 sprettir á skeiði.) Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt. Knapar koma sér einnig saman um hvaða langhlið sýna skal skeiðið – efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.
 
P1 = 250 m skeið  Tveir - fjórir saman í riðli. Knapar merktir með mismunandi lit. 2 sprettir = 1 umferð. 1 sprettur – röðun dregin, 2.sprettur ræðst af tímatöku í 1 sprett (hægustu saman í riðil) Má hafa 2 umferðir en þó ekki sama daginn.
 
PP1 = Gæðingaskeið Röðun knapa er dregin. 2 sprettir – sama röðun í báðum. Ef knapi hlýtur 0 í einkunn frá öðrum eða þriðja dómara og/eða rautt flagg frá fimmta eða sjötta dómara þá hlítur knapi 0,0 í einkunn. Ef knapi hlýtur 0,0 i einkunn frá þrem dómurum þá er knapa útilokað frá seinni sprett. 
 
PP2 = Gæðingaskeið Röðun knapa er dregin. 3 sprettir – sama röðun í öllum. Ef knapi hlýtur 0 í einkunn frá öðrum eða þriðja dómara og/eða rautt flagg frá fimmta eða sjötta dómara þá hlítur knapi 0,0 í einkunn. Knapa er ekki útilokað frá seinni sprettum eins og í PP1 ef hann fær þrjú núll.
 
P2 = 100 m fljúgandi skeið Rásröð degin fyrir fyrsta sprett. Rásröð fyrir annan sprett ræðst af tíma úr fyrri sprett – hægasti fer fyrstur.
 
P3 = 150 m skeið Tveir - fjórir saman í riðli. Knapar merktir með sitthvorum litunum. 2 sprettir í einni umferð. 1 sprettur – röðun dregin, 2 sprettur ræðst af tímatöku í 1 sprett (hægustu fyrst saman í riðli). Má hafa 2 umferðir en þó ekki sama daginn.