mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppnis- og sýningarbann Þórðar

30. desember 2009 kl. 22:04

Keppnis- og sýningarbann Þórðar

Stjórn LH hefur tilkynnt stjórn FEIF að Þórður Þorgeirsson hafi verið settur í bann frá keppnum á níu mánaða tímabili, frá 3.ágúst 2009-3.maí 2010. Bannið er afleiðing agabrota Þórðar frá Heimsmeistaramótinu í Sviss í ágúst s.l. FEIF hefur verið tilkynnt um þetta samkvæmt lögum FIRO, grein 3.2.

Fyrir FEIF þýðir þetta að knapinn er í banni frá öllum atburðum á vegum aðildarfélaga LH/FEIF á þessu tímabili. Grein 3 í stofnlögum FEIF, segir að bannið verði að meðtaka og framfylgja af öllum aðildarfélögunum.

Þórður tekur því hvorki þátt í keppnum né kynbótasýningum á vegum einhverra aðildarfélaga FEIF, fyrr en 3.maí 2010.

FEIF heldur skrá yfir aðvaranir til knapa og einnig yfir þá sem eru í banni af einhverjum ástæðum. Svona lítur listinn út í dag:

Knapi
Frá Til Gefið út af / ástæða
Þórður Þorgeirsson    03-08-2009 03-05-2010 Landssamband Hestamannafélaga (LH) [IS] / v/ agabrota

 

 

 

 

Tilkynning þessi var birt á vef FEIF, www.feif.org í dag.