laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppni í slaktaumatölti hálfnuð

8. ágúst 2019 kl. 08:53

Jakob og Júlía á HM 2019

Jakob og Júlía í öðru sæti sem stendur

 

Ásmundur Ernir Snorrason, á Fræg frá Strandarhöfði, var fyrstur í brautina af íslensku keppendunum en hann hlaut í einkunn 7,03. Hann er sem stendur jafn Jennifer Melville í sjöunda sæti.

Jakob Svavar og Júlía frá Hamarsey stóðu sig vel hér í morgun í slaktaumatölti, Jakob hlaut í einkunn 8,13. Nú þegar keppni er hálfnuð er Jakob í öðru sæti á eftir Julie Christiansen á Stormi frá Hemlu. Einkunn hennar er 8,23.

Þá hefur Máni Hilmarsson einnig lokið keppni en einkunn hans á Lísbet frá Borgarnesi er 6,37.

Nú er keppnin hálfnuð og er gert hlé á henni meðan yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram. Keppni í slaktaumatölti hefst aftur klukkan 13:15 að þýskum tíma.

Hákon Dan Ólafsson er á meðal keppenda en hann er í síðasta holli dagsins.

Margir knapar eiga eftir að mæta í brautina og því ekki loku fyrir það skotið að röð efstu knapa geti tekið töluverðum breytingum.

Hér er röðun knapa nú þegar keppni er hálfnuð

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Julie Christiansen

Stormur frá Hemlu

8.23

2

Jakob Svavar Sigurðsson

Júlía frá Hamarsey

8.13

3

Veera Sirén

Jarl frá Mið-Fossum

7.83

3

Frauke Schenzel

Gustur vom Kronshof

7.83

5

Jessica Rydin

Rosi frá Litlu-Brekku

7.70

6

Magnús Skúlason

Valsa från Brösarpsgården

7.20

7

Ásmundur Ernir Snorrason

Frægur frá Strandarhöfði

7.03

7

Jennifer Melville

Feykir frá Ey I

7.03

9

Erik Andersen

Farsæll fra Midtlund

6.90

10

Julia Schreiber

Kæti frá Kálfholti

6.77

11

Mara Daniella Staubli

Hlébarði frá Ketilsstöðum

6.73

12

Silvia Ochsenreiter-Egli

Heljar frá Stóra-Hofi

6.60

13

Jemimah Adams

Skírnir frá Skipaskaga

6.53

14

Anastasia Leiminger

Nói frá Laugabóli

6.47

15

Esmee Versteeg

Listi frá Malou

6.43

16

Frans Goetschalckx

Smellur frá Leysingjastöðum

6.40

16

Lisa Leereveld

Djorn frá Nýttland

6.40

18

Máni Hilmarsson

Lísbet frá Borgarnesi

6.37

18

Katie Sundin Brumpton

Símon frá Efri-Rauðalæk

6.37

20

Nina Borstnar

Spaði frá Hvoli

6.30

20

Brynja Sophie Arnason

Skuggi frá Hofi I

6.30

22

Sunniva Halvorsen

Garpur frá Hvoli

6.17

23

Isa Norén

Hektor från Bråtorps gård

5.97

24

Laura Roduner

Ólafur vom Lipperthof

5.93

25

Isabella Gneist

Axel frá Ármóti

5.83

26

Marion Duintjer

Kjölur frá Varmalæk

5.80

26

Andrea Balz

Baldi frá Feti

5.80

28

Svenja-Lotta Rumpf

Björk frá Hofi I

5.40

29

Nanna Lanzky Otto

Ondrun fra Bøgegården

4.70

30

Stian Pedersen

Nói fra Jakobsgården

3.67