laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keppni fyrir unga knapa

19. apríl 2015 kl. 15:00

Ylfa Guðrún og Héla sigruðu B-úrslit unglingaflokks á Landsmóti 2014.

Skráning á Líflandsmót stendur yfir.

Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið 25. og 26. apríl. Keppt verður í tölti, fjórgangi og fimi í öllum flokkum samkvæmt tilkynningu. í unglinga- og ungmennaflokki verður keppt í  fimmgangi og slaktaumatölti og í barnaflokki verður keppt í T7.

"Skráningargjöld eru aðeins 1.500 kr á hverja skráningu en skráning verður frá miðnætti 18. og fram að miðnætti 21. apríl á http://skraning.sportfengur.com/   (Veljið skráningu, mót, félag og svo fylla út reitina)," segir í tilkynningu.