miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kennslumyndband um járningar og hófhirðu

8. desember 2009 kl. 14:47

Kennslumyndband um járningar og hófhirðu

Útgáfufyrirtækið Ps hefur framleitt kennslumyndband um járningar og hófhirðu. Myndin er vel unnin og eru það þeir Erlendur Árnason járningamaður og Björgvin Þórisson dýralæknir sem sjá um kennsluþáttinn. Fylgst er með Erlendi er hann járnar og útskýrir bæði venjulegar járningar og járningar á plastbotna. Björgvin fer í gegnum uppbyggingu hófsins og það sem þarf að gæta að er hestar eru járnaðir.Þessi diskur er kærkomin viðbót í kennsluefni um íslenska hestinn og ætti að auðvelda hinum almenna hestamanni að járna og eða meta járningar reiðhesta sinna. Diskurinn kemur út eftir helgina og verður seldur í vefverslun eiðfaxi.is og í hestavöruverslunum um land allt.Verð disksins er kr. 4.900.-