föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kennslugleði í Víðidal

19. febrúar 2011 kl. 13:02

Kennslugleði í Víðidal

Á milli 600-700 manns eru saman komnir í reiðhöllinni í Víðidal til að fylgjast með dagskrá 40 ára afmælishátíðar Félags Tamningamanna.

Bræðurnir Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri riðu á vaðið og sýndu aðferðir sínar við töltþjálfun og bentu á mikilvægi þess að knapinn sjálfur í jafnvægi. Ísólfur Líndal Þórisson sýndi hvernig hægt er að vinna með skipulagða fótastjórnun við vinnu á grunnskilningi hestsins. Eyjólfur Ísólfsson og Anton Páll Níelsson bentu á mikilvægi frelsis milli ábendinga.

Þá var Mette Mannseth með frábæra sýningu þegar hún fjallaði um hugarfar og hringteymingar. Þorvaldur Árni rammaði svo dagskrána fyrir hádegi vel inn með sýnikennslu um gegnumflæði ábendinga og lagði áherslu á meðvitund knapans um eigið sæti.

Reiðhöllin í Víðidal er að fyllast í hádeginu og því er ekki úr vegi að hvetja fólk að drífa sig hingað til að nýta sér þetta tækifæri að læra af þeim allra færustu í faginu.