laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kempur frá Ketilsstöðum á Völlum

Jens Einarsson
2. júní 2010 kl. 15:56

Sex stóðhestar í fyrstu verðlaun

Bergur Jónsson frá Ketilsstöðum á Völlum, nú á Syðri-Gegnishólum, gerði góða ferð á Sörlastaði í síðustu viku. Hann sýndi þar sex stóðhesta frá Ketilsstöðum sem allir hlutu fyrstu verðlaun. Eftirtekt vakti hve hestarnir voru með öfluga fætur og frábæra hófa. Bergur sat alla hestana sjálfur nema Vakar, sem setinn var af Max Olausson.

Hestarnir sem Bergur sýndi að þessu sinni (nokkrir til viðbótar eru tamdir og bíða sýningar) eru: Hlébarði (8,24) undan Aroni frá Strandarhöfði og Ljónslöpp frá Ketilsstöðum, Hugur (8,29) undan Hróðri frá Refstöðum og Ör (yngri) frá Ketilsstöðum, Brimnir (8,45) undan Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, Hvati (8,03) undan Gusti frá Hóli og Hefð frá Ketilsstöðum, Ljóni (8,39) undan Álfasteini frá Selfossi og Ljónslöpp frá Ketilsstöðum, og Vakar (8,25) undan Brjáni frá Reykjavík og Vakningu frá Ketilsstöðum.

Brimnir, Hugur og Hlébarði fengu 8,5 fyrir hófa. Vakar og Hvati 9,0 og Ljóni 9,5. Fótagerð frá 8,0 til 9,0. Hestarnir eru allir alhliða gengir nema Vakar, sem er úrvals fjórgangari. Brimnir er með 9,0 fyrir skeið. Að auki sýndi Bergur stóðhestinn Gandálf frá Selfossi (8,39), sem er í eigu sambýliskonu hans, Olil Amble, og fleiri hesta. Þess má geta að tengdasonur Bergs, Torfi Sigurðsson, járnar öll hross á Syðri-Gegnishólum.