fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Keilir mætir á World Cup 2010

15. desember 2009 kl. 11:25

Keilir mætir á World Cup 2010

Eðalhesturinn Keilir frá Miðsitju mun koma fram með þremur fyrstu verðlauna afkvæmum sínum á World Cup 2010 í Danmörku. Keilir var seldur til Hollands í sumar og fluttur út í október s.l. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem Keilir kemur fram utan upprunalandsins og einstakt tækifæri til að berja hann augum í Danmörku.

 

Keilir á um 70 afkvæmi sem náð hafa fyrstu verðlaunum og sjálfur hefur hann hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og er með aðaleinkunnina 8,63 í kynbótadómi. Keilir er nú 16 vetra, undan Ófeigi frá Flugumýri og Kröflu frá Sauðárkróki.