föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KEA mótaröðin í Top Reiter höllinni

26. janúar 2012 kl. 11:26

KEA mótaröðin verður haldin í hinni glæsilegu reiðhöll Léttis á Akureyri, Top Reiter höllinni.

Fyrsta mót 9. febrúar

KEA mótaröðin 2012  verður haldin í Topreiter höllinni á Akureyri með  svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár  Ákveðnir hafa  verið keppnisdagar sem og röð gangtegunda.

Fyrsta keppniskvöldið sem er fimmtudagurinn 9. febrúar verður keppt í fjórgangi.  Fimmtudaginn 23. febrúar verður keppt í fimmgangi.  Fimmtudaginn 8. mars verður keppt í tölti og síðasta kvöldið er fimmtudaginn 22. mars en þá verður keppt í tölti t2  og skeiði.  Einnig verða þá úrslit og verðlaunafhending í stigakeppni KEA mótaraðarinnar 2012.  

Sem fyrr verða glæsileg verðlaun fyrir 3. Efstu sætin í heildarstigakeppninni. Peningarverðlaun m.a. .  Öll keppniskvöldin hefjast með knapafundi kl 18.00 og byrjar svo keppnin svo stundvíslega kl 19.00
Eins og fyrr er KEA aðalstyrktaraðili að þessari mótaröð.       
 
Auk KEA eru nokkrir aðrir styrktaraðilar sem gera okkur mögulegt að  halda þessari mótaröð úti sem hefur unnið sér veglegan sess í hestamótaflórunni sem eitt af stóru mótunum á Norðurlandi ár hvert.
Mótanefnd Léttis hefur ákveðið að hækka viðmiðunarmörk fyrir að B úrslit fari fram upp í 25 skráningar hið minnsta.

Einnig hefur verið ákveðið að setja aldurstakmörk og miða við að keppendur sem munu keppa í ungmennaflokki á árinu 2012 hafa þátttökurétt. KEA mótaröðin er ætluð þeim knöpum sem eru orðnir  keppnisvanir og búa yfir reynslu af keppni í hestaíþróttum.

Mótanefnd Léttis fyrirhugar að halda síðar í vetur að minnsta kosti tvö  mót fyrir þá sem eru minna vanir á keppnisbrautinni, vill nefndin með því sinna með því brýnni þörf á móti fyrir þann flokk,  sem er stór og um leið er mikið fagnaðarefni hve mikil gróska er í hestamennsku almennt.

 Á næstu dögum verður kynnt auglýsingaplagatt vegna KEA mótaraðarinnar þar sem allar nánari upplýsingar verða betur kynntar. 

Mótanefnd Léttis.