miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB-Mótaröðin

1. febrúar 2011 kl. 14:09

KB-Mótaröðin

Þann 5. febrúar næstkomandi verður 1. mót KB mótaraðarinnar haldið.  Mótið er opið öllum sem áhuga hafa...

Liðakeppni  (Lágmark 3 í liði – Opin keppni)   -  Einstaklingskeppni  (Opin keppni)
5. Febrúar    Fjórgangur, 26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur), 19.mars Tölt og fimmgangur
Skráningar berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 2. feb á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, nem.birnat@lbhi.is eða í s. 691-0280 og 699-6116. Eftirtalið þarf að koma fram í eftirfarandi röð:.  Flokkur, Kt.knapa, Knapi, Is númer hests, Hestur, Aldur hests, Litur, Hönd, Lið (ef keppt er í liðakeppni)Ef einstaklingurinn ætlar að vera í liði þarf auk þess að skrá fyrir hvaða lið keppt verður. Öll mótin hefjast kl. 12:00.  Skráningargjald er:  1.500.kr fyrir ungmenni, opin flokk, meira keppnisvanir og minna keppnisvanir. (færri en 20 keppnir að baki). 1.000 kr. fyrir annan hest, börn og unglinga.  

Keppnisflokkar: Ungmenni, Opin.flokkur, Meira keppnisvanir, minna keppnisvanir, börn og unglingar.  Skráninargjald greiðist inn á reikning 0326 - 13 - 004810, kt.481079-0399. í síðasta lagi fimmtudaginn 3. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is (fram þarf að koma nafn knapa og hests).  
Allar nánari upplýsingar um reglur og ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi mótið er fólki bent á facebook síðu KB-mótaraðarinnar.
Reglur !!!
Efstu 3 sætin fá stig – einkunir úr forkeppni eru metin til stiga.
Bónusstig úr úrslitum - efstu þrír knapar í hverju liði fá auka bónusstig.
1. sæti =10 stig
2. sæti = 8 stig
3. sæti = 6.stig
4. sæti = 4.stig
5. sæti = 2.stig
6-10. sæti = 1.stig
1.    Ótakmarkaður fjöldi í hverju liði.  
2.    Taka þarf fram við skráningu fyrir hvaða lið keppt verður.  Ef keppandi ætlar á annað borð að vera með í liði er ekki hægt að skrá á mótsstað.  (Ekki nauðsynlegt að vera í liði!!)
3.    Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni.
4.    Ef skráningar eru fleiri en 20 í hverjum flokk verða haldin B-úrslit.
5.    Í stigakeppni gilda tvö mót af þremur.
6.    Ef færri en 5 keppendur eru skráðir í einhvern flokk fellur hann niður og þeir knapar færast upp um flokk.


Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa og Skugga