þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB Mótaröðin

30. mars 2017 kl. 17:20

Glymur frá Innri-Skeljabrekku, knapi Þórður Þorgeirsson.

Síðasta mótið í mótaröðinni fer fram laugardaginn 8.apríl

Mótið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg, laugardaginn 8. Apríl klukkan 9:30 (tímasetning með fyrirvara með tilliti til skráningar).

Keppt verður í Fimmgangi F2 í 1. Flokki og ungmennaflokki og Tölt T3 í barnaflokki, unglingaflokki og 2. Flokki.

Skráningu líkur fyrir miðnætti miðvikudaginn 5. Apríl 2017.

Skráning fer fram inná skráningakerfinu Sportfeng, hægt verður að skrá sig eftir laugardaginn 1. Apríl 2017.

Velja þarf hestamannafélagið Skugga sem mótshaldara.

Senda þarf kvittun fyrir skráningunni á netfangið motanefndsf@gmail.com

Skráningargjald er 1000kr,-í barna- og unglingaflokki og 2500kr,- í ungmennaflokki, 2. Flokki og 1. Flokki.

Nánari upplýsingar verða birtar á Facebooksíðu KB mótaraðarinnar.

Verðlaunaafhending fyrir efstu knapa í einstaklingskeppninni og liðakeppninni verður strax að móti loknu í reiðhöllinni Faxaborg

Ef einhver hefur áhuga á að panta stíu fyrir hestana sína í reiðhöllinni Faxaborg fyrir mótið er hægt að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir, s. 899-5600.

Sjoppa á staðnum