miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB mótaröðin

4. mars 2016 kl. 09:41

KB mótaröðin

Keppt verður í tölti T3/T7 og skeiði.

Tölt KB mótaraðarinnar verður haldið í Faxaborg laugardaginn 5. mars n.k. og hefst kl. 10

Keppt verður í tölti T3 í ungmennaflokki – 1. flokki og opnum flokki. Keppt er tölti T7 í barnaflokki, unglingaflokki og 2. flokki. Eins verður keppt í skeiði í gegn um höllina (skráð sem 100 m. flugskeið í Sportfeng)

Skráningu skal lokið fyrir kl. 24 miðvikudaginn 2. mars og verður unnt að skrá í skráningakerfi Sportfengs eftir laugardaginn á undan. Velja skal Skugga sem mótshaldara. Þeir sem hafa ekki tök á því að skrá í gegn um Sportfeng senda nauðsynlegar upplýsingar (kennitölu, IS númer, flokk og hægri eða vinstri) á netfangið kristgis@simnet.is og fá þá sent númer reiknings svo hægt sé að standa skil á skráningargjöldum sem eru kr. 1.000. – í barna – og unglingaflokki en kr. 2.500.- í öðrum.

Rétt er að benda á að til að komast á ráslista verður greiðsla að hafa borist – upplýsingar um innlagnarreikning koma fram í skráningarferlinu. Röð flokka  og úrslita birtast á fimmtudag og þá kemur einnig út fyrsta útgáfa ráslista.

Bent er á Facebook síðu KB mótaraðarinnar en þar koma nánari upplýsingar til með að birtast og þar er einnig hægt að koma á framfæri fyrirspurnum og athugasemdum.