miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB-mótaröðin - skráningu lýkur í dag

23. febrúar 2011 kl. 10:05

KB-mótaröðin - skráningu lýkur í dag

Laugardaginn 26 febrúar kl 12 verður annað mót KB mótaraðarinnar haldið. 

Mótið er opið öllum sem áhuga hafa. 

Keppt verður í gæðingakeppni í gegnum höllina, sem sagt á beinni braut. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, 1. flokki (meira vanir), 2. flokki (minna vanir) og opnum flokki. 
B flokkur sýnir hægt tölt, brokk, yfirferð og frjáls ferð.
A flokkur sýnir  tölt, brokk, skeið og frjáls ferð.

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22 Í DAG miðvikudaginn 23. febrúar á netfangið hrafnhildurgu@torg.is,  eða í s. 691-0280 eða 699-6116. 

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests, lið (ef viðkomandi er í liði) og nafn, kennitöla og aðildarfélag eiganda hestsins.  
Skráningargjald er 1500 kr, fyrir 1. flokk, 2.flokk, opinn flokk  og ungmenni og 1.000 kr. fyrir annan hest. Skráningagjald er 1000 kr. fyrir börn og unglinga. Greiðist inn á reikning 0326-13-004810.Kt. 481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 24. febrúar annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  

Aðgangseyri á mótið verður 500kr og áhorfendur eru minntir á að koma vel klæddir þar sem að höllin verður opin í báða enda.

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa og Skugga.