þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB-mótaröðin – Samantekt frá mótum vetrarins

12. apríl 2010 kl. 14:21

KB-mótaröðin – Samantekt frá mótum vetrarins

KB-mótaröð Faxa og Skugga lauk á laugardaginn með keppni í tölti og fimmgangi.  Þátttaka var eins og í hin þrjú skiptin góð.  Ljóst er að þessi mótaröð hefur orðið til að efla mjög keppnis- og félagsanda hestamanna í Borgarfirði og kannski Vesturlandi öllu, því þátttakendur hafa komið víða að og áhorfendur verið fjölmargir á öllum mótunum.  Höllin góða,  Faxaborg hefur gert þetta mögulegt og mun hún án efa spila stórt hlutverk í vestlenskri hestamennsku á næstu árum.

 Þar sem þetta var síðasta mótið réðust einnig úrslit í liða- og einstaklingskeppni og mátti glöggt finna spennu í höllinni þegar leið á forkeppni og ekki síður í úrslitum.  Létu þar áhorfendur mjög til sín taka við að hvetja liðsfélaga áfram og „bauna“ á andstæðinga  (og í einstaka skipti að beina því til dómara ef „andstæðingar“ voru ekki að standa sig) en allt fór þó vel fram og tilþrifin þannig að menn trúðu vart sínum eigin augum. 
Til að kóróna verðlaunaflóðið „ruddi“ Gunnar Halldórsson bóndi í Þverholtum sig og keypti laglegan farandbikar handa vinsælasta knapanum.  Það voru áhorfendur sem völdu knapann og í þetta sinn kom hann í hlut Gyðu Helgadóttur á Mið-Fossum.  Gyðu má sjá hér á mynd á stóðhestinum Biskup frá Sigmundarstöðum, en á honum vann hún öruggan sigur í töltinu á laugardaginn.

Liðakeppnin á stóran þátt í því hversu mikill áhugi var fyrir þessari mótaröð og voru margir sótraftar á flot dregnir til að styrkja einstök lið og tryggja dýrmæt stig í.  Liðakeppnina og stigaútreikninginn má útfæra á ýmsan hátt og ekki víst að hann verði eins að ári.
Þá er alltaf erfitt þegar keppendum er skipt í flokka eftir styrkleika og reynslu og ugglaust erfitt að setja reglur sem allir verða sáttir við.  Þessar reglur þarf þó að skýra betur þannig að  „gamlir winnerar“  verði ekki „gjaldfelldir“ og látnir keppa eins og annars flokks menn, með alla sína reynslu og kunnáttu.

Reynsla af þessu mótahaldi í vetur er með þeim hætti að það verður án efa endurtekið að ári.  Þeir sem skipulögðu það eiga miklar þakkir skyldar og allir sem unnu við framkvæmdina stóðu sig mjög vel.  Auðvitað verða einhverjar breytingar  en andinn er þannig að nú stefna menn fram, harðákveðnir í að gera þetta enn gæsilegra og enn skemmtilegra að ári.

Gunnhildur Birna Björnsdóttir hefur séð um að taka myndir af KB mótaröðinni í vetur og eru myndir af síðasta móti væntanlegar inn á næstunni: http://picasaweb.google.com/gunnhildurbirna

Úrslit í einstökum greinum á laugardaginn og liða- og einstaklingskeppni vetrarins voru eftirfarandi:


Úrslit í liðakeppni   

1    Svörtu riddararnir    191,87
3    Snæfellingar    167,16
2    Gæðakokkar    146,64
4    Múlakot    145,72
5    Byssur og Rósir    130,96
6    Skáney og vinir    119,96
7    Skeiðfélagið Fengur    117,49
8    Tökum á því    64,38
9    Sauðirnir    63,20
10    Afi og ungfrúrnar    39,98
11    Lukkuskessurnar    35,70
12    Garún    32,90

Úrslit í stigakeppni einstaklinga           
           
Barnaflokkur Skuggi og Faxi       

1    Konráð Axel    18,08   
3    Gyða Helgad.    17,63   
2    Atli Steinar    15,48   
4    Þorgeir Ólafsson    14,75   
5    Aron F.Sigurðss.    13,75   
           
Barnaflokkur Allir       

1    Konráð    18,08   
3    Guðný M.Siguroddsd    18,01   
2    Gyða Helgadóttir    17,63   
           
           
           
Unglingaflokkur Skuggi og Faxi       
1    Sigrún Rós Helgad.    18,98   
3    Klara Sveinbjörnsd.    17,23   
2    Þórdís Fjelsted    15,48   
4    Íris Ragnarsd.    15,45   
5    Hera Sól Hafsteinsd.    15,05   
           
Unglingaflokkur allir       
1    Sigrún Rós Helgad.    18,98   
2    Svandís Lilja Stefáns    18,68   
3    Klara Sveinbjörnsd.    17,23   
           
           
           
Ungmennaflokkur Skuggi og Faxi   
1    Erla Rúnarsd.    11,95   
2    Heiðar Árni Baldurss    11,37   
           
Ungmennaflokkur allir       
1    Óskar Sæberg    18,80   
2    Marina Schregelmann    18,40   
3    Arnar Ásbjörnsson    16,23   
           
2.flokkur Skuggi og Faxi        
1    Þórdís Arnard.    17,87   
2    Ámundi Sigurðss.    17,73   
3    Guðni Halldórss.    17,63   
4    Ásberg Jónsson    16,40   
5    Ólafur Þorgeirss.    16,20   
           
2.flokkur allir       
1    Ólafur Guðmundsson    18,27   
2    Þórdís Arnard.    17,87   
3    Ámundi Sigurðsson    17,73   
           
       
1.flokkur Skuggi og Faxi       

1    Birna Tryggvad.    20,62   
2    Gunnar Halldórsson    20,15   
3    Haukur Bjarnason    19,96   
4    Benedikt Líndal    19,78   
5    Randy Holaker    18,80   
           
1.flokkur allir       

1    Birna Tryggvad.    20,62   
2    Gunnar Halldórsson    20,15   
3    Haukur Bjarnason    19,96   

Stigahæðstu knapar samanlagt í öllum flokkum   
1    Birna Tryggvad.    20,62   
3    Gunnar Halldórsson    20,15   
2    Haukur Bjarnason    19,96   
4    Benedikt Líndal    19,78   
5    Kolbrún Grétarsd.    19,53   
6    Sigrún Rós Helgad.    18,98   
7    Óskar Sæberg    18,80   
8    Svandís Lilja Stefáns    18,68   
9    Marina Schregelmann    18,40   
10    Ólafur Guðmundsson    18,27   
           

KB-mótaröðin 10.apríl úrslit tölt/fimmgangur   

           
BARNAFLOKKUR-Tölt, A-úrsl       
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Gyða Helgadóttir   / Biskup f.Sigmundastöðum    Svörtu riddararnir    6,40/6,92
2    Stefán Hólm Guðnason  /  Rauðka f.Tóftum    Gæðakokkar    5,75/6,42
3    Konráð A.Gylfason  /  Mósart f. Leysingjast.    Svörtu riddararnir    5,60/6,42
4    Valdís B.Guðmundsd. / Framtíð f. Eskiholti 2    Gæðakokkar    5,25/6,08
5    Guðný M.Siguroddsd.  / Mosi f.Kílhrauni    Snæfellingar    5,75/6,00
           
UNGLINGAFLOKKUR-Tölt, A-úrsl         
  
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Svandís Lilja Stefánsdóttir/Máni f.Skipanesi    Svörtu riddararnir    5,90/6,50
2    Nína M. Hauksd. / Ófeigur f. Syðri-Ingveldarst.    Múlakot    5,50/6,42
3    Klara Sveinbjörnsd. / Óskar f. Hafragili    Svörtu riddararnir    5,60/6,33
4    Sigrún G.Sveinsdóttir  / Dynjandi f.Hofi    Byssur og Rósir    5,60/5,67
5    Ágústa Rut / Hugar f.Kvíarhól    Afi og ungfrúrnar    5,35/5,67
           
UNGMENNAFLOKKUR-Tölt, A-úrsl           
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Óskar Sæberg / Drífandi f. Syðri-úlfsstöðum    Múlakot    6,50/7,00
2    Marina Schregelmann / Stapi frá Feti    Snæfellingur    6,25/6,42
3    Flosi Ólafsson / Prati f.Skrúð    Byssur og Rósir    6,10/6,33
4    Arnar Ásbjörnsson  / Brúnki f.Haukatungu    Snæfellingar    5,40/5,92
5    Heiðar Árni Baldursson / Sólon f. Kambi    Múlakot    5,15/5,50
           
2. flokkur-Tölt, A-úrsl       

    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Guðni Hólm / Smiður f.Hólum    Gæðakokkar    6,65/6,67
2    Ólafur Guðmunds. / Hlýri f. Bakkakoti     Skeiðfélagið Fengur      6,15/6,25
3    Guðni Halldórsson / Roðaspá f.Langholti    Byssur og Rósir    6,10/6,08
4    Þórdís Arnardóttir / Þoka f.Miðgarði    Skeiðfélagið Fengur       6,10/6,08
5    Jóhanna Þorbjargard. / Fóstri f.Bessastöðum    Múlakot    6,05/5,92
           
1. flokkur-Tölt, A-úrsl   
   
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Birna Tryggvadóttir / Elva f.Miklagarði    Svörtu riddararnir    6,85/7,00
2    Gunnar Halldórsson / Eskill f.Leirulæk    Byssur og Rósir    6,75/6,83
3    Halla M.Þórðard. / Brimar f.Margrétarhofi    Skáney og vinir    7,10/6,58
4    Kolbrún Grétarsd. / Snilld f.Hellnafelli    Snæfellingur    6,45/6,50
5    Skúli Skúlason / Gosi f.Lambastöðum    Snæfellingur    6,45/6,33
           
2. flokkur-5.gangur, A-úrsl       
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Heiðar Árni Baldursson / Glaðning f. hesti                 Múlakot    5,95/6,20
2    Ámundi Sigurðsson / Amon f.Miklagarði    Gæðakokkar    5,00/6,10
3    Ólafur Tryggvason / Lilja f.Brimilsvöllum    Snæfellingar    5,35/5,60
4    Nína M. Hauksd. / Mokur f.flugumyri        5,10/5,50
5    Ólafur Guðmunds. / Niður f. Miðsitju    skeiðfélagið fengur    5,00/5,45
           
1. flokkur-5.gangur, A-úrsl       
    Knapi/Hestur    Lið    Eink
1    Birna Tryggvadóttir /Röskur f.Lambanesi    svörtu riddararnir    7,05/7,65
2    Haukur Bjarnason / Sólon f.Skáney    Skáney og vinir    6,50/6,85
3    Randi Holaker  /Skáli f.Skáney    Skáney og vinir    6,25/6,35
4    Guðlaugur V. Antonsson / Sörli f. Lundi        5,60/6,00
5    Kolbrún Grétarsd. / Ívar f. Miðengi    Snæfellingur    5,00/5,90