laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB mótaröðin (opin keppni)

11. febrúar 2010 kl. 09:24

KB mótaröðin (opin keppni)

Fyrsta mótið í KB mótaröðinni verður haldið Laugardaginn 13. febrúar og hefst keppni kl. 12.00, í Reiðhöllinni í Borgarnesi.

Keppt verður í 4-gangi í;

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1 -  og  2 flokki  (minna keppnisvanir).
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokk ef þátttaka er ekki næg.

Minnum á liðakeppnina !!!! ( lágmarksfjöldi er 3 í liði),
Skrá þarf nafn liðs, hvert er einkenni og hverjir eru saman í liði um leið og tekið er við skráningum á fyrsta mótið.

Skráningargjald:  500 kr. fyrir börn, 1.000 kr. fyrir unglinga og 1500 kr. fyrir ungmenni, 1. og 2. flokk. (1.000 kr. fyrir annan hest).
   
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 kvöldið áður (föstudagskvöldið 12 feb.) á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í símum 691-0280 eða 699-6116.

Ekki verður skráð á staðnum.

Aðgangseyrir: kr. 500 fyrir 18 ára og eldri. (keppendur fá frítt inn)

Allar fyrirspurnir/vangaveltur skrifist á vegginn á Facebook.com - hópurinn heitir KB mótaröðin                                   

KB Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.