laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB-mótaröðin: Gæðingakeppni

19. mars 2010 kl. 09:14

KB-mótaröðin: Gæðingakeppni

Næsta mót KB-mótaraðarinnar verður laugardaginn 27. mars. Þá verður gæðingakeppni í gegnum höllina, sem sagt á beinni braut. Mótið hefst kl.20:00.

B flokkur: hægt tölt, brokk, yfirferð og frjáls ferð.

A flokkur: tölt, brokk, skeið og frjáls ferð. (6 í holli, 4 ferðir).  Minnum fólk á að koma vel klætt þar sem að höllin verður opin í báða enda.

Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni)
Einstaklingskeppni (opin keppni)

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1.flokkur, 2.flokkur (minna keppnisvanir)

Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.  

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 24.mars á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116. 

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn knapa, nafn hests,litur hests, aldur hests, lið  Skráningargjald er 1500.kr fyrir 1.,2.flokk- og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810-4810790399 í síðasta lagi miðvikudaginn 24.mars annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.   Aðgangseyri 500kr.

                                                            

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.