þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

KB-mótaröð: Fimmgangur og T2

12. mars 2012 kl. 09:02

KB-mótaröð: Fimmgangur og T2

Þriðja mót KB mótaraðarinnar  fer fram sunnudaginn 18. mars í Faxaborg Borgarnesi. Mótið er öllum opið og hefst keppni  stundvíslega kl. 11.

Keppt verður í Slaktaumatölti í öllum flokkum (frjáls ferð, hægt tölt, snúið við og taumur gefinn), en T7 í barnaflokk (frjáls ferð, hægt tölt, áseta og stjórnun dæmt).

Einnig er keppt í fimmgangi í 1 flokk og opnum flokk.

Dagskrá:

  • Hefst á forkeppni í slaktaumatölti í þessari röð; Barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2 flokkur, 1 flokkur og opinn flokkur og síðan 1 flokkur og opinn flokkur í fimmgang.
  • Hlé í 20 mín.
  • Úrslit riðin í sömu röð og forkeppni.

Skráningar þurfa að berast á netföngin hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com, eða í símum 6910280/699 6116 fyrir kl. 23.00  miðvikudagskvöldið 14 mars.  Eftirtalið þarf að koma fram, nafn knapa og kennitala, IS númer hests, upp á hvora hönd er riðið, hvaða flokk og fyrir hvaða lið er keppt ef viðkomandi er í liði,  skráningargjald er 2000 kr en 1000 kr  fyrir annan hest og börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-26-004810 kt;481079-0399 og kvittun sendist á netfangið helga.bjork@simnet.is  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga, greiðist í síðasta lagi fimmtudaginn 15 mars annars er viðkomandi ekki settur á ráslista.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að almennar reglur um fóta- og beislabúnað gilda.

Þetta er lokamótið og mikið verður um verðlaunaafhendingar, því til mikils að vinna þar sem úrslit ráðast ekki fyrr en á lokamínútu um hver ber sigur af hólmi í einstaklings og liðakeppninni.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum.

Stíupláss til leigu pantanir berist  petursum@hotmail.com  eða 8951748.

Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefnd Faxa og Skugga