mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaupa hey frá Danmörku

23. janúar 2014 kl. 10:00

Mæðgunar Anita Hoegh og Mia Chemnitz búa í bænum Sisimiut á Vestur-Grænlandi og halda þar sjö íslenska hesta.

Íslenski hesturinn á Grænlandi í 1. tbl. Eiðfaxa.

Fótspor íslenska hestsins liggja víða um heim, þar á meðal á hinu snævi þakta Grænlandi. Mæðgunar Anita Hoegh og Mia Chemnitz búa í bænum Sisimiut á Vestur-Grænlandi og halda þar sjö íslenska hesta. Eiðfaxi kynnir sér íslandshestamennsku á Grænlandi í 1. tölublaði ársins sem berst áskrifendum eftir helgi.

Þar sem mæðgunar búa eru engin tún né landbúnaður, svo þær þurfa aðkeypt hey. Heyið fá þær alla leið frá Danmörku, þrátt fyrir að geta kept á Suður-Grænlandi. “Flutningsgjaldið er það sama og þar sem heyið er betur pakkað frá Danmörku kaupum við frekar þaðan. Þá fáum við meira magn á sama verði. Ekki búum við heldur svo vel að hafa stór beitilönd fyrir hrossin. Á sumrin færum við þau á milli lítilla hólfa þriðja hvern dag og þá þurfum við ekki að fóðra þau.”

Viðtal við mæðgunar Anitu og Miu má nálgast í 1. tölublaði Eiðfaxa árið 2014. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.