miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kátt á hjalla á lokahófi Meistaradeildar - myndir

26. apríl 2011 kl. 12:35

Kátt á hjalla á lokahófi Meistaradeildar - myndir

Lokahóf Meistaradeildar var haldið fimmtudaginn 21. apríl í Ölfushöllinni. Þar snæddu saman aðalstyrtaraðilar deildarinnar, liðseigendur og knapar ásamt mökum þeirra.

Mikill stemmning og gleði ríkti á meðal knapanna sem háð hafa keppni í allan vetur og enn voru knaparnir verðlaunaðir. Kosning um skemmtilegasta liðið og prúðasta knapa fór fram á heimasíðu Meistaradeildar ásamt því að stjórn deildarinnar og dómarar höfðu 50% vægi á valinu.

Kvennaliðið Auðsholtshjáleiga var valið skemmilegasta liðið en þær Þórdís Erla Gunnarsdóttir liðstjóri, Bylgja Gauksdóttir, Hekla Katharína Kristinsdóttir og Edda Rún Ragnarsdóttir voru alltaf til fyrirmyndar og þóttu ávallt sýna mikla prúðmennsku bæði utan vallar sem innan.  

Prúðasti knapi Meistaradeildar var kosinn Hinrik Bragason, liðstjóri Árbakka / Norður –Gatna,  en hann þótti sína frábært samspil knapa og hests með vel útfærðum sýningum allt tímabilið.