laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Katla Sif sigraði fjórgang

10. maí 2015 kl. 10:41

Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi.

Arnar Máni Reykjavíkurmeistari í barnaflokki.

Katla Sif Snorradóttir á Gusti frá Stykkishólmi, frá hestamannafélaginu Sörla, sigraði fjórgangskeppni barna á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Glódís Rún Sigurðardóttir á Kamban frá Húsavík, frá hestamannafélaginu Ljúf, hlaut silfur og Arnar Máni Sigurjónsson á Hlekk frá Bjarnanesi var í þriðja sæti og var jafnframt Reykjavíkurmeistari Fáks. Sigurvegari B-úrslita, Kristófer Darri Sigurðsson á Lilju frá Ytra-Skörðugili, frá hestamannafélaginu Spretti, varð í 4. sæti.

1 Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi 6,90
2 Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 6,67
3 Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 6,57
4 Kristófer Darri Sigurðsson / Lilja frá Ytra-Skörðugili 6,33
5 Signý Sól Snorradóttir / Glói frá Varmalæk 6,30
6 Selma María Jónsdóttir / Mozart frá Álfhólum 6,07
7 Stefanía Hrönn Stefánsdóttir / Dynjandi frá Höfðaströnd 5,83