miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Karlatölt Pennans

6. mars 2016 kl. 15:41

Karlatölt Pennans

Fjórir flokkar verða í boði í ár.

Hið árlega karlatölt Spretts verður haldið laugardaginn 12. mars í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Fjórir flokkar verða í boði í ár en einnig verður einnig boðið upp á ungmennaflokk.

Flokkarnir eru                                            
-       T3 Ungmennaflokkur
-       T7 Minna vanir
-       T3 Meira vanir
-       T3 Opinn flokkur

Það var hinn glæsilegi Straumur frá Feti og Ólafur Andri Guðmundsson sem sigruðu opna flokkinn í fyrra en um 70 karlar voru skráðir til leiks.

Aðeins er hægt að skrá í gegnum skráningakerfið www.sportfengur.com. Skráningu lýkur fimmtudaginn 10. mars. Skráning pr. hest er 4000 kr og er leyfilegt að skrá fleiri en einn hest.

Vegleg verðlaun eru í boði og mun sigurvegari í opna flokknum tryggja sér farseðil á töltkeppni ársins „Þeir alllra sterkustu" sem haldin verður í Samskipahöllinni 26. mars n.k.

Hvetjum alla karla til þess að taka þátt í einu skemmtilegasta karlatölti landsins og hafa gaman saman.