þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Karlakeppnin Baukatölt

28. mars 2012 kl. 12:49

Karlakeppnin Baukatölt

Gleði og fjör verður í fyrirrúmi í Dalahöllinni í Norðfirði miðvikudaginn 4. apríl nk. þegar Gleðimótið Baukatölt verður haldið, en það er aðeins ætlað körlum og sjá fljóð úr hestamannafélaginu Blæ um dómgæslu.

Keppt verður í þremur keppnisgreinum, en auk nokkuð hefðbundinnar töltkeppni munu karlarnir fara í kappreiðar, bæði á tölti og skeiði. Sérstök verðlaun verða veit fyrir fallegustu ásetnuna, efnilegasta Baukinn og brosmildasta Baukinn.

Skráning fer fram í gegnum netfangið hjorvarmoritz@simnet.is og allar nánari upplýsingar veitir Sigga í s. 864-1171 og Hjörvar í s. 823-4576.