miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Karla- og kvennatölt

10. mars 2016 kl. 11:47

Hestamannafélagið Máni

Hestamannafélagið Máni heldur opið karla- og kvennatölt

 
Opna karla- og kvennatölt Mána verður haldið í Mánahöllinni Mánagrund föstudaginn 18. mars og hefst keppni kl. 19:00. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: 
 
Konur 3. flokkur – fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Konur 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Karlar 2. flokkur – hægt tölt og fegurðartölt, riðið upp á vinstri hönd.
Karlar 1. flokkur – hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og fegurðartölt.
 
Þema keppninnar er Glamúr og glæsileiki.
Aldurtakmark í keppni er 22 ár.
 
Skráningargjald er kr. 2500 á fyrstu skráningu en 2000 kr. eftir það. Til að skrá þarf að senda tölvupóst á mani@mani.is með upplýsingum um nafn á knapa og hesti sem og IS númer, tilgreina þarf keppnisflokk og upp á hvora hönd skal riðið (á við um 1. flokk). Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafið borist. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 15. mars. Bankaupplýsingar: 0121-26-3873 kt. 690672-0229, vinsamlegast setjið nafn knapa í tilvísun.
 
Allir keppendur fara sjálfkrafa í lukkupott þar sem m.a. er hægt að vinna folatoll undir Spöl frá Njarðvík og Kjarna frá Þjóðólfshaga, járningu frá Högna Sturlusyni járningameistara, hestavörur frá Byko, gjafabréf á Kaffi DUUS, heyrúllu frá Melabergi og fleira skemmtilegt.
 
Gómsæt kjúkklingasúpa verður til sölu gegn vægu gjaldi sem og ýmislegt annað góðgæti.