miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mun halda hrossaræktarbúinu Feti

16. desember 2016 kl. 21:00

Bylgja Gauksdóttir og Straumur frá Feti

Karli Wernerssyni var dæmdur eignarréttur í hæstarétti sem þar með ógilti dóm hérðaðsdóms

Hæstiréttur komst að niðurstöðu að Karl Wernersson mun halda hrossaræktarbúinu Feti í Rangárþingi Ytra. Áður hafði héraðsdómur Reykjavíkur dæmt að hann skyldi skila því til þrotabúsins Háttar. Hæstiréttur segir í dómsorðum að málið væri vanreifað af hálfu þrotabúsins og var málinu þar með vísað frá héraðsdómi og dómurinn ógiltur.

Karl Wernersson mun því halda áfram að rækta hross og reka hrossaræktarbúið Fet. Þar hefur verið myndarleg starfsemi í langa tíð og er gleðilegt fyrir hestamenn að svo verði áfram.