miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kári og Tónn sigra með einkunnina 8,78

1. júlí 2012 kl. 10:45

Kári og Tónn sigra með einkunnina 8,78

A úrslitum í ungmennaflokki var að ljúka. Þetta var æsi spennandi og mikil keppni. Eftir hægt tölt og brokk var Ásmundur Ernir á Rey frá Melabergi í efsta sæti en allt getur gerst og endaði Kári Steinsson með því að taka þetta. Kári og Tónn frá Melkoti hlutu einkunnina 8,78. Kári var efstur eftir forkeppni en kom sjöundi inn í A úrslitin. Kári og Tónn eru orðnir reyndir á keppnisvellinum og einnig tóku þeir þátt í töltinu á Landsmótinu.

Niðurstöður: 

Knapi Hestur Hægt tölt - Brokk - Yfirferð - Vilji og geðslag - Fegurð í reið
1. Kári Steinsson Tónn frá Melkoti 8,66 - 8,68 - 8,96 - 8,88 - 8,74 = 8,78
2. Ásmundur Ernir Snorrason Reyr frá Melabergi 8,86 - 8,66 - 8,64 - 8,68 - 8,88 = 8,74
3. Teitur Árnason Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum 8,38 - 8,82 - 8,84 - 8,78 - 8,70 = 8,70
4. Arnar Bjarki Sigurðsson Kaspar frá Kommu 8,30 - 8,82 - 8,82 - 8,78 - 8,56 = 8,66
5. Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi 8,50 - 8,60 - 8,80 - 8,72 - 8,62 = 8,65
6. Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Glíma frá Bakkakoti 8,52 - 8,60 - 8,78 - 8,70 - 8,64 = 8,65
7. Julia Lindmark  Lómur frá Langholti 8,60 - 8,66 - 8,62 - 8,60 - 8,66 = 8,63
8. Ellen María Gunnarsdóttir Lyfting frá Djúpadal 8,40 - 8,42 - 8,46 - 8,42 - 8,44 = 8,43
9. Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 8,50 - 8,36 - 8,42 - 8,40 - 8,44 = 8,42