fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappreiðarnar halda áfram

29. október 2014 kl. 13:00

Aníta stefnir á kappreið í Suður-Afríku.

Aníta Margrét Aradóttir sem keppti fyrr í ár í Mongol Derby kappreiðinni er ekki að baki dottin og hefur nú fengið þátttökurétt í Fauresmith endurance kappreiðinni. Þetta er 1000 km. reið í Suður-Afríku en Aníta tilkynnti þetta á facebook síðu sinni.

"Og ævintýrið heldur áfram! Ég sótti um í gærkvöldi um 1000km reið í S-Afríku. Fékk svar í morgun að ég sé meira en velkomin að taka þátt! Þetta eru 1000km á 8 dögum en á tömdum vel þjálfuðum hestum. Þykir ein erfiðasta reið í heimi en Mongol Derby þykir samt aðeins erfiðari. Aðeins 8 alþjóðlegir knapar eru valdir og restin eru allt knapar frá S-Afríku þannig þetta slapp. Það er ein hérna sem getur ekki andað af spenning!" 

Hægt er að sjá myndband frá Fauresmith endurance hér