miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappreiðar og þrautabraut í Mosfellsbæ

21. ágúst 2013 kl. 22:18

Þriðjudaginn 27.ágúst

Næsta þriðjudag 27 ágúst kl.18.00. verður keppni í 250 m stökki og 300 m brokki á okkar frábæru kappreiðabraut sem endar inn í reiðhöll.(16 ára aldurstakmark í kappreiðar, hægt að fá undanþágu niður í 14ára með undirskrift foráðamanns) Einnig verður keppt í þrautabraut í öllum flokkum, þar sem reynir á samspil knapa og hests, dæmd er færni knapa og hests að leysa þrautirnar(ekki tekin tími) þrautakeppnin verður í reiðhöllinn eftir kappreiðar. Skráning fer fram mánudagskv 26 ágúst kl.20-22 í símum 898-3808 Súsanna og 844-5915 Katarína, skráningargjald kr. 1000.-