laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappreiðar á Landsmótinu

20. júní 2012 kl. 15:12

Kappreiðar á Landsmótinu

Keppt verður í 300m stökki á Landsmótinu sem hefst á mánudaginn kemur í Reykjavík. Keppnin fer fram föstudaginn 29. júní kl 18.15 á stóra vellinum.
Heyrst hefur að þrír frægir stökkknapar mæti til leiks og það eru engir smá kappar. Þetta eru þeir Sigurbjörn Bárðarson, Þórður Þorgeirsson og Magnús Benediktsson.
Þeir sem vilja etja kappi við þá félaga, sendi nafn og símanúmer á tölvupósti á netfangið hilda@landsmót.is

Íslandsmetið í 300m stökki á Anna Dóra Markúsdóttir  á Tvisti frá Götu. Fóru þau 300 metrana á  20,5 sekúndum á Melgerðismelum 1984. Eigandi Tvists var Hörður G. Albertsson. Að sjálfsögðu er skorað á Önnu Dóru að mæta og rifja upp gamla tíma í kappreiðunum!