þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappi á leið suður

23. júní 2014 kl. 09:21

Kappi frá Kommu

Stóðhestar á Suðurlandi

Nokkuð er um að sunnlenskir stóðhestar skelli sér norður í land til að sinna merum norðan heiða. Hefur slík blóðblöndun gefist vel og aukið fjölbreytni erfðaefna. Það er því eðlilegt að bestu hestar norðanmanna séu eftirsóttir sunnan heiða, og rökrétt að þeir komi og dreifi erfðaefni sínu sunnanlands.

Stóðhesturinn Kappi frá Kommu ætlar að leggja leið sína suður á næstu dögum, og verður til afnota fyrir sunnlenska ræktendur og merar þeirra á Velli við Hvolsvöll. Allar upplýsingar í síma 868 9952 eða berglind@husavikurhestar.is.

IS2004165890 Kappi frá Kommu
Örmerki: 968000001755375
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Vilberg Jónsson
Eigandi: Kappi frá Kommu ehf.
F.: IS1998186906 Þristur frá Feti
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1991286910 Skák frá Feti
M.: IS1992265890 Kjarnorka frá Kommu
Mf.: IS1988165960 Mósi frá Uppsölum
Mm.: IS1981265960 Kolla frá Uppsölum
Mál (cm): 146 - 136 - 142 - 63 - 149 - 38 - 48 - 44 - 6,7 - 31,0 - 20,0
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,8
Sköpulag: 7,0 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,51
Hæfileikar: 9,5 - 9,0 - 5,0 - 9,5 - 9,0 - 9,5 - 8,0 = 8,51
Aðaleinkunn: 8,51
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 9,0
Sýnandi: Mette Camilla Moe Mannseth