þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappi í sæðingum á Dýrfinnustöðum

Jens Einarsson
2. júní 2010 kl. 14:53

Hefur ekki veikst ennþá

Kappi frá Kommu er ennþá hress eftir góða ferð á Suðvesturhornið, en hann náði sem kunnugt er frábærum árangri á kynbótasýningunni á Sörlastöðum í síðustu viku. Kappi hefur ennþá ekki orðið hrossapestinni að bráð svo vitað sé með vissu. Hann er nú í sæðingum á Dýrfinnustöðum í Skagafirði.

Kappi var á þjálfunarstöðinni á Hólaborg í febrúar og kom að Þúfum í lok mánaðarins ásamt hryssu, sem þá var orðin veik. Öll hrossin á tamningastöðinni á Þúfum hafa tekið pestina og sum eru ennþá í hvíld. Þau sem eru komin í aftur í brúkun eru þjálfuð varlega. Kappi hefur hins vegar aldrei sýnt óyggjandi einkenni og hefur verið í þjálfun nær samfellt í allan vetur og með fulla orku. Hann er ennþá sprækur og byrjað er að taka sæði úr honum. Mikil ásókn er í hestinn og hryssur eru þegar byrjaðar að streyma að Dýrfinnustöðum.