sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappi er klár hestur

21. desember 2011 kl. 11:56

Kappi frá Kommu, knapi Mette Mannseth.

Kominn í þjálfun til Mette Mannseth

Kappi frá Kommu er kominn í þjálfun til Mette Mannseth. Samkvæmt heimildum Hestablaðsins er ekki útilokað að honum verði telft fram í keppni í vor, hugsanlega í B flokki.

Kappi skaust upp á stjörnuhimin stóðhesta 4 vetra eftir kynbótasýningu á Dalvík 2008. Þá setti hann heimsmet í aðaleinkunn. Léttleiki hans og fimi þótti einstæð. Hann var sýndur aftur í kynbótadómi 2010 og hlaut þá 8,51 í aðaleinkunn, þar af 9,5 fyrir tölt, stökk, fegurð og samræmi. Hann hlaut 9,0 fyrir brokk, vilja, hægt stökk, framhluta og bak/lend. Enginn vafi leikur á að Kappi hefur allt til að bera sem fagur og góður klárhestur þarf til að ná langt í gæðinga- og eða íþrótakeppni.

Kappi er nú á áttunda vetur, en þó er aðeins eitt afkvæmi hans á tamninaraldri. Það er geldingur í eigu Vignis Sigurólasonar, sem er á fimmta vetur og er í tamningu. Þægur og auðveldur foli sem lofar góðu sem reiðhestur. Fyrsti alvöru árangurinn undan Kappi er frá 2009 og kemur ekki í tamningu fyrr en 2013.

Ræktandi Kappa er Vilberg Jónsson og eigandi er Kappi frá Kommu ehf..