mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kanadískt hross á heimsmeistaramót

27. júní 2015 kl. 17:00

Blika from Fitjamyri og Danielle Fulsher

Hæst dæmdu hross í Kanada komu fram á kynbótasýningu á dögunum.

Alls voru 26 hross sýnd á kynbótasýningu í Kanada á dögunum. Öll hrossin voru fædd í Bandaríkjunum og Kanada og hlutu 19 þeirra fullnaðardóm. Hæst dæmda hrossið var hryssan Sida from Fitjamyri, en hún hlaut 8,22 í aðaleinkunn, 8,41 fyrir sköpulag og 8,09 fyrir kosti. Síða mun vera hæst dæmda hross frá Kanada. Næsthæst var Blika 08 from Fitjamyri en hún hlaut 8,18 í aðaleinkunn, 7,81 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti. Aldrei hefur hross, fætt í Kanada, hlotið jafn háa einkunn fyrir hæfileika. Blika 08, sem er undan tveimur hrossum fæddum í Kanada, mun koma fram fyrir hönd Kanada á heimsmeistaramótinu í Herning. Mun það vera í fyrsta sinn sem hesti er flogið frá Kanada á heimsmeistaramót. Danielle Fulsher tamdi hana og þjálfar og mun sýna Bliku.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.