laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kallað eftir atriðum í Fákar og fjör

1. apríl 2011 kl. 15:48

Kallað eftir atriðum í Fákar og fjör

Síðasti skráningardagur í úrtöku fyrir stórsýninguna Fáka og fjör er á morgun að er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. 

"Þeir sem hafa hug á að skrá hross til úrtökunnar hafi samband við Önnu Guðrúnu í netfang fornhagi@fornhagi.is eða Frissa í síma 896-5309 fyrir kl. 18 á laugardag (02.04.) Við leitum að kynbótahrossum, klárhrossum og alhliðahrossum sem og hestatengdum atriðum sem hæfa sýningu sem þessari.
Það er hestamannafélagið Léttir sem stendur að sýningunni Fákar og fjör 2011 en hún fer fram laugardaginn 16. apríl n.k. í Top Reiterhöllinni á Akureyri og hefst kl. 18. Fjölskylduvæn sýning með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sjáumst á Fákum og fjöri 2011."