miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kallað eftir atriðum á Vesturlandssýninguna

11. mars 2011 kl. 01:41

Kallað eftir atriðum á Vesturlandssýninguna

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands munu efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl kl. 20. 
  


"Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði. Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs- og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og  ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við þessa aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang:  amundi@isl.is 
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang:  baldur@vesturland.is 
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang:  stefan@hroar.is," segir í fréttatilkynningu frá
Undirbúningsnefnd Vesturlandasýningarinnar.