laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kalla eftir samræmdri námsstefnu

30. október 2012 kl. 15:07

Hólaskóli er helsta menntasetur landsins í hestamennsku.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipi nefnd sem búi til samræmda námsskrá fyrir íslenska hestinn

Landsþing LH samþykkti að beina því til mennta- og menningarmálaráðherra að skipa nefnd sem búi til samræmda  námsskrá  fyrir íslenska hestinn, allt frá æskulýðsstarfi hestamannafélaganna og upp og upp í grunn,- framhalds- og háskóla. Í greinargerð með tillögunni segir að ekki verður lengur búið við það að ekki sé til heilstæð menntastefna og samræmd námsskrá um íslenska hestinn. Til skýringar þá eru hér á landi tveir landbúnaðarskólar sem bjóða upp á nám í hestamennsku, báðir með heimasmíðað námsefni. Svokallað Knapamerkjakerfi, samið og hýst á Hólaskóla, er fimm stiga nám sem kennt er víða í hestamannfélögunum, einkum ætlað yngri aldurshópum og minna vönum. Við Fjölbrautarskóla Suðurlands er námsbraut sem er að miklu leyti með heimasmíðað námsefni. Auk þess eru fjölmargir reiðkennarar sem kenna bæði hér heima og erlendis sem kenna frá eigin brjósi. Á myndinni er Reynir heitinn Aðalsteinsson, reiðkennari.