miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaffisopinn indæll er!

6. apríl 2011 kl. 14:35

Kaffisopinn indæll er!

Kaffihúsið í reiðhöllinni er notalegur viðkomustaður í Víðidalnum. Félagsskapurinn er góður og þar fást léttar veitingar á góðu verði...

hjá henni Rebekku og svo er alltaf hægt að skjótast og horfa á fréttirnar í sjónvarpshorninu.  
Kaffihúsið er opið allar helgar frá kl. 13:00-17:00. Frá og með 15.apríl verður einnig opið á föstudagskvöldum frá kl. 18:00-21:00.
Með hækkandi sól verður því tilvalið að koma ríðandi að reiðhöllinni, leyfa klárunum aðeins að pústa í nýju gerðunum fyrir framan og fá sér einn kaldan eða ylja sér á kaffisopa. Fákur hvetur félaga úr nágrannafélögunum að koma ríðandi í Víðidalinn, tékka á stemningunni og staldra við á kaffihúsinu með samreiðarfólkinu.