sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaffi og kleinur í Hestamiðstöðinni

3. maí 2012 kl. 12:02

Kaffi og kleinur í Hestamiðstöðinni

Opið hús verður í gamla dýraspítalanum í Víðidal á Reykjarvíkurmeistaramótinu að er fram kemur í tilkyninngu frá aðstandendum Hestamiðstöðvarinnar:

 
"Þar sem mikil umræða hefur verið um gamla Dýraspítalann (hundahótelið) hafa eigendur Hestamiðstöðvarinnar í samvinnu við Ástund sem rekur verslun í hluta af húsnæðinu, ákveðið að hafa opið hús á meðan á Reykjavíkurmótinu stendur og bjóða gestum og gangandi að þiggja kaffi og kleinur á kaffihúsinu, kynna sér fyrirhugaða starfsemi í húsinu og  auðvitað fylgjast með glæsilegu Reykjavíkurmóti í leiðinni. Endurbætur á húsinu innanhús eru langt komnar og nú strax eftir helgi verður ráðist í að gera húsið glæsilegt að utan. Stefnt er að því að húsið verði til sóma á Landsmóti hestamanna í sumar, en eigendur hússins hafa samið við LM um að resktur verði í húsinu á Landsmóti."