föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Julie Christiansen í Meistaradeildinni

Óðinn Örn Jóhannsson
14. febrúar 2019 kl. 12:23

Julie Christiansen Hugur frá Flugumýri II.

Hún mun einnig segja frá sjálf sér og tala um slaktaumatölt.

Meistaradeildin er í kvöld en keppt verður í slaktaumatölti. Keppni hefst kl 19:00 en eintómir gæðingar eru á ráslistanum. 
Húsið opnar kl. 17:00 og verður boðið upp á hunangsreykta skinku með sykurhúðuðum karteflum, rauðkáli, salati og rjómalagaðri dijonsósu. Hesta-quizið verður síðan á sínum stað kl. 17:30 en glæsileg verðlaun er í boði. 
Kl. 18:30 verður síðan heimsmeistarinn Julie Christiansen sem upphitunarhestur en hún mun einnig segja frá sjálf sér og tala um slaktaumatölt. Julie varð heimsmeistari í slaktaumatölti árið 2013 og er þekktur reiðkennari og á fjölda titla að baki í keppni. 
Ekki missa af þessum herleg heitum og mætið tímalega í Samskipahöllina.