mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jósef Gunnar hlaut Eiðfaxabikarinn

29. apríl 2014 kl. 15:12

Jósef Gunnar Magnússon hlaut Eiðfaxabikarinn 2014.

Skeifudagur á Hvanneyri.

Skeifudagur hestamannafélagsins Grana var haldin hátíðlegur í Hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Nemendur í reiðmennsku sýndu afrakstur vetrarstarfsins, eins og venja er þennan dag, en nemendur á Hvanneyri voru að klára áfanga í reiðmennsku og frumtamningum og kepptu um Morgunblaðsskeifuna. Reiðkennari var Heimir Gunnarsson en einnig kom Elsa Albertsdóttir að kennslu í vetur. Einnig voru útskrifaður 44 nemendur úr 2 ári í námskeiðaröð í reiðmennsku og hrossarækt er nefnist Reiðmaðurinn sem er kenndur víðs vegar um landið. Nú útskrifuðust nemendur sem voru í námi í Víðidal, Flúðum, Akureyri, Mið-Fossum og Selfossi. Einnig útskrifuðust nemendur sem kláruðu þriðja árið á Hellu.

Jósef Gunnar Magnússon hlaut Eiðfaxabikarinn, en hann er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt Jósef hlaut jafnframt Gunnarsbikarinn, ásetuverðlaun Félags tamningamanna. Elísabet Thorsteinson vann Morgunblaðsskeifuna og Skafti Vignisson sem fékk framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar.

Úrslit í Skeifukeppni:
1. Elísabet Thorsteinson - Skeifuhafi
2. Jósef G. Magnússon
3. Björgvin Búi Jónasson
4. Skafti Vignisson
5. Karen Björg Gestsdóttir

Úrslit í Gunnarsbikar voru sem hér segir.
1. Jósef G. Magnússon
2. Skafti Vignisson
3. Sigríður Þorvaldsdóttir
4. Elísabet Thorsteinson
5. Baldur Stefánsson

Úrslit í Reynisbikar
1. Íris Björg Sigmarsdóttir
2. Jón Óskar Jóhannesson
3. Erna Óðinsdóttir
4. Valgerður Gunnarsdóttir
5. Hjördís Ýr Bessadóttir

Ásetuverðlaun Félags tamningamanna hlaut:
Jósef G. Magnússon

Eiðfaxabikarinn sem er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt :
Jósef G. Magnússon

Framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar:
Skafti Vignisson

Myndir frá Skeifudeginum má nálgast á Facebooksíðu LbhÍ.