þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jónas með róttæka tillögu

Jens Einarsson
22. október 2010 kl. 11:56

Landsmót hestamanna á hverju ári

Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafirði, leggur fram róttæka tillögu á landsþingi hestamanna, sem fer fram á Akureyri nú um helgina. Leggur hann til að Landsmót hestamanna verði haldin á hverju ári, en ekki á tveggja ára fresti eins og nú er.

Á sínum tíma, eða upp úr 1990, kom Jónas fram með þá hugmynd að halda Landsmótin á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þá var. Hugmyndin galt afhroð á landsþingi hestamanna en var samþykkt nokkrum árum síðar. Tillaga Jónasar byggir á hugmynd Bjarna Þorkelssonar á Þóroddsstöðum að halda Landsmót ungmenna annað árið en Landsmót fullorðinna hitt. Kynbótahross verði á báðum Landsmótum auk annarra hestasýninga.