laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jón Finnur leggur net í Hornafirði

Jens Einarsson
30. september 2009 kl. 10:28

Kaupir stóðhest undan Snældu frá Bjarnanesi

Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, hefur komið víða við þegar góð hross eru annars vegar. Hann átti meðal annars, tamdi og sýndi, stóðhestinn Klett frá Hvammi. Undan Kletti er heimsmeistarinn í fjögra vetra stóðhestum, Seyður frá Flugumýri.

Jón Finnur hefur nú lagt netin á nýjan leik. Hann festi á dögunum kaup á þriggja vetra stóðhesti undan klárhryssunni Snældu frá Bjarnanesi, sem er alsystir Þokka frá Bjarnanesi og móðir hins ofur hágenga Klerks frá Bjarnanesi. Allt klárhross í fremstu röð. Folinn ungi heitir Sveipur frá Bjarnanesi. Hann er brúnstjörnóttur, undan Örvari frá Sauðanesi, sem að mestu er af hornfirskum ættum. Spennandi verður að fylgjast með Sveipi í vetur; hvort hann fetar jafnhátt í slóðina og frændurnir.