laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jolly með tvo í úrslitum

21. febrúar 2014 kl. 13:19

Niðurstöður forkeppni slaktaumatölts.

Forkeppni í slaktaumatölti var að ljúka rétt í þessu á heimsbikarmótinu World toelt.

Engin komst nálægt frammistöðu Frauke og Óskadísar, en Jolly Schrenk tryggði sér tvöfalt sæti í A-úrslitum. Hún sýndi Bjalla von Berlar og Glæsi von der Igelsburg, báða með glæsibrag.

Síðust í braut var Josefin Birkebro hún var á Þór frá Kaldbak. Þór er nýfluttur frá Íslandi til Svíþjóðar, en hann er í eigu Magnúsar Skúlasonar. Þór er ósýndur, undan Hervarsdótturinni Heru frá Halldórsstöðum og Sandi frá Varmada. Þau hlutu 6,13 og náðu því ekki úrslitum.

1. Frauke Schenzel - Óskadís vom Habichtswald 7,23
2. Jolly Schrenk - Bjalli von Berlar 6,97
3. Annika Skrubbeltrang - Goði frá Hvoli 6,80
4. Jolly Schrenk - Glæsir von der Igelsburg 6,47
5.-6.  Magnús Skúlason - Aspar frá Fróni 6,33
5.-6. Lisa Schurger - Frami vom Scholberg 6,33